Sterkur kviður gefur þér ekki bara meira sjálfsöryggi í fallegum kjól heldur getur hann líka forðað þér frá meiðslum.

Vöðvahópurinn sem umlykur kviðsvæðið verndar bakið og auðveldar þér að lyfta hlutum, hvort sem þessir hlutir eru krakkar eða innkaupapokar.

Það geta allar konur fengið sterkan kvið ef þær leggja sig fram um að gera ákveðnar styrktaræfingar. Þetta þarf alls ekki að vera flókið mál. Þú bara byrjar og vinnur að þessu samviskusamlega frá mánudegi til mánudags (endurtakið út ævina).

magavodvarGerðu þessar æfingar hér að ofan þrisvar í viku. Ef þú gerir þetta samviskusamlega mundu fljótlega sjá og finna árangurinn. Æfingarnar er hægt að gera hvar og hvenær sem er.

Þetta eru sex tegundir æfinga sem sjá til þess að allir kviðvöðvar styrkist. Hverja æfingu á að gera tíu sinnum. Byrjaðu á æfingu 1 og endaðu á æfingu 6 og endurtaktu hringinn tvisvar. Smelltu á myndirnar til að lesa nánari leiðbeiningar um hvernig æfingarnar eru gerðar. Þetta er ofureinfalt!

Gerðu kviðæfingarnar áður en þú ferð að sofa, eftir að þú kemur úr vinnunni eða enn betra… byrjaðu daginn á þeim!