33Nei. Það er ekki ALLT ómögulegt og á afturfótunum.

Ég vitna í Dale Carnegie og segi að eflaust samanstendur líf þitt 90% af því sem er í lagi og 10% af því sem er það ekki. EKKI missa af því sem þú gerir rétt með því að einblína eingöngu á þessi 10%.

Alveg eins og Dröfn sem féll á stærfræðiprófi vegna þess að hún einbeitti sér fyrst að dæmum sem hún átti erfiðast með í stað þess að klára þau sem hún gat farið létt með.

Will Smith segir; “Don’t let your success go to your head and don’t let your failures go to your heart.”

Við gerum öll mistök. Að taka þau svo mikið inn á sig að ekkert annað kemst að er óheilbrigt.

Taktu mistökin, vöðlaðu þeim saman í bolta og kastaðu honum frá þér eins langt og hugur þinn nær. Um leið og þú ert búin að kasta boltanum frá þér er bannað að sækja hann.

o_1a90173hf1ocd7gh9ejg6fcs7_new
Þú ert þakklát fyrir eitthvað.

„Rannsóknir sýna ótvírætt að þegar fólk leggur meðvitað aukna áherslu á að vera þakklátt fyrir það sem það getur verið þakklátt fyrir, þá verður það hamingjusamara. Þetta er eitt dæmi þess hvernig sönn hamingja felst í því að einfalda líf sitt. Gott er að taka reglulega eftir því sem þú ert þakklátur fyrir og enn betra er að tjá það á einhvern hátt þó það sé bara fyrir sjálfan sig.“ -Héðinn Unnsteinsson úr bók sinni Vertu úlfur.

Hugsaðu um þessi 90%, vertu þakklát fyrir að eiga hús til að þrífa, föt til að þvo, vinnu til að fara í.

Lestu einnig 10 hversdagsleg atriði sem við skulum vera þakklát fyrir! og 11 atriði sem duglegt og árangursríkt fólk gerir fyrir morgunmat!