Herra Darcy tók á móti mér þegar ég lenti í Bristol enda jómfrúarflug Wow Air og full ástæða til að vera með viðbúnað!
Herra Darcy tók á móti mér þegar ég lenti í Bristol enda jómfrúarflug Wow Air og full ástæða til að vera með viðbúnað!

BanksyBristol baby! Bristol heitir æðisleg borg í suður-Englandi. Í gegnum hana rennur áin Avon og hún skiptist í upp í sjö forvitnileg hverfi.

Allskonar skemmtileg menningarfyrirbæri hafa fæðst í þessari borg, til dæmis hljómsveitin Massive Attack og hinn stórbrotni listamaður Banksy.

Svona skiptist borgin upp. [skjáskot af Visit Bristol].
Svona skiptist borgin upp. [skjáskot: visitbristol].
Sumir þurfa ekki að vita meira. Ég pakkaði í tösku og dreif mig af stað í ferðalag um leið og WOW hóf beint flug til borgarinnar sem ég upplifði strax eins og dóttur London og Berlínar. Algjörlega brilliant týpu!

Um 400.000 manns búa í Bristol sem gerir hana að næst stærstu borg suður Englands en London er sú stærsta.

Bristol hefur allt sem London býður upp á en á sama tíma er hún mikið þægilegri og auðveldari yfirferðar. Hún er ekki sami risinn og London sem er bæði þung og tímafrek eða Berlín sem er með öllu sínu mannlífi og fjölbreytileika, líka alveg riiiisastór.

Eftir ferðalög í stórborgir eins og Berlín eða London hef ég oft komið mjög þreytt til baka enda krefjandi að vera í öllum látunum og mannmergðinni. Bara hörkumál að kaupa sér eitthvað, fara á milli staða og koma sér svo á hótel eða heim. Hver ferð tekur að minnsta kosti hálftíma. Bristol er ekki svona. Hún er mikið þægilegri enda nettari og léttari frá A-Ö sem þýðir að þú færð í sjálfu sér mikið meira út úr tímanum.

Þessi meistari leiddi mig og aðra vegglistaráhugamenn um borgina þar sem við sáum t.d. Banksy verk með eigin augum.
Þessi meistari leiddi mig og aðra vegglistaáhugamenn um borgina þar sem við sáum t.d. nokkur Banksy verk með eigin augum.

Djammað og verslað, listalíf og ljúffengur matur

Bristol er græn borg, hefur fengið sérstök verðlaun fyrir það. Bristol er líka hjólaborg, listaborg, djammborg og borg fyrir fólk sem elskar að versla. Hún er sömuleiðis borg fyrir matgæðinga því það er endalaust úrval af góðum veitingastöðum í Bristol.

Þau sem hafa dálæti á sögu og menningu finna jafnframt fínustu söfn í borginni og unnendur söngleikja geta alveg eins farið til Bristol eins og til London því öll helstu verkin sem sett eru upp í West End í ferðast til Bristol og fara á svið með sömu leikurum í The Bristol Hippodrome leikhúsinu.

EN…. fólk sem elskar veggjalist, eða graffiti, á að setja það efst á listann að drífa sig til Bristol enda er Banksy, guðfaðir allra vegglistamanna, þaðan kominn.

banksymyndMín eigin Banksy mynd

Mitt fyrsta verk var að fara í listaleiðangur. Graffiti sérfræðingarnir hjá Where the Wall bjóða upp á fróðlega leiðsögn þar sem helstu vegglistaverk borgarinnar eru skoðuð og saga þeirra sögð en hún er nokkuð áhugaverð.

Það liggur við að annað hvert hús í borginni sé skreytt með risastórum vegglistaverkum en mestur, bestur og flottastur er auðvitað Banksy sem nú er mikill heiðursborgari í Bristol þó fæstir viti hver hann er.

Og rúsínan í pylsuendanum… túrinn endaði á því að maður fékk að gera „sína eigin” Banksy mynd eins og sjá má hér að ofan þar sem ég held stolt á minni útgáfu af rapp-rottu með gettóblaster.

Nokkrir kumpánar að fá sér jónur og spila borðtennis, beint undir rándýru listaverki eftir heiðursborgarann Banksy.
Nokkrir kumpánar fá sér jónu og fara yfir málin eftir erfiða borðtennis viðureign, beint undir rándýru listaverki eftir heiðursborgarann Banksy.

Hjólað frá Bristol til Bath

Eins og fyrr segir er Bristol einnig þekkt fyrir það að vera græn borg  en þetta þýðir m.a. að sérleg áhersla er lögð á að hjólastígar séu til fyrirmyndar og íbúar eru hvattir til þess að endurnýta mat og dótarí og lifa vistvænum lífsstíl.

Til gamans má geta þess að hægt er að hjóla 25 kílómetra beina leið frá miðborg Bristol til miðborgar Bath sem er önnur dásamleg borg sem ég mun fjalla um síðar í annari grein.

muddockmyndir
Við Guðný alveg sáttar á MudDock kaffihúsinu sem er líka hjólaverkstæði og verslun. Gott kombó.

Hjólaleiðin sem um ræðir heitir Bristol and Bath Railway Path og er hluti af viðurkenndri hjólaleið landssamtaka breskra reiðhjólamanna, alveg laus við alla bíla og því tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. Tekur daginn og hægt að stoppa á krúttlegum kaffihúsum á leiðinni og fá sér nesti. Svo er bara að gista í Bath eða taka lestina til baka.

Á MudDock kaffihúsinu og hjólaverkstæðinu ættir þú að geta fengið allar helstu upplýsingar sem þú þarft að vita fyrir hjólatúr um Bristol og nágrenni, – sem og góða máltíð fyrir eða eftir hjólatúrinn, svo ekki sé minnst á ljúffengan kokteil eða aðra hressingu.

Boyces-Ave-1024x768

Clifton Village, halló Kardimommubær!

Það sem heillaði mig samt allra, allra mest við Bristol var að koma til Clifton Village en það er krúttlegasti hluti borgarinnar, ef ekki bara sætasti borgarhluti sem ég hef séð á gervöllu stóra Bretlandi, og þó hef ég farið þar víða.

Verslað í Clifton Village
Verslað í Clifton Village

Í Clifton Village finnur þú allskonar litlar, sætar og skrítnar búðir og markaði, kaffihús, veitingastaði, göngustíga, arkitektúr, garða og undursamlegar sérverslanir með mat. Það skemmtilegasta fannst mér að þar ægir öllu saman, Rolex verslun við hliðina á vegan samlokusjoppu sem stendur við hlið sérverslunar með jógamottur og kampavín. Skrítin kombó en kannski eitthvað sem hefur þróast út frá því að fólkið sem býr í Clifton er margt fremur efnað og með sérþarfirnar eftir því.

Fyrir ykkur sem elskið að elda mat úr eðalhráefnum, borða framandi rétti á skemmtilegum veitingastöðum, drekka kaffi og smjatta á makkarónum á sætum kaffihúsum og flækjast um í second hand búðum og sérverslunum myndi ég ætla að það væri gersamlega skotheld uppskrift að leigja íbúð í gegnum t.d. Air BnB. Búa í Clifton Village í svona viku. FULLKOMIN stelpuferð!!! Eða paraferð! Eða mæðguferð! Eða bara fjölskylduferð! Allir með! Svo væri hægt að toppa svona ferð með áðurnefndum hjólatúr til Bath. Bara æði.

Boyces-Ave-3-1024x768

Ísköld prosecco og fullkomið útsýni

Í Clifton Village er líka að finna eitt flottasta útsýni borgarinnar frá svölum Avon Gorge hótelsins. Þangað fórum við þrjár stöllur eftir búðarráp, pöntuðum okkur eina freyðandi og nutum þess að horfa út yfir brúnna sem einkennir Bristol, sáum meira að segja loftbelg á ferð! Lestu endilega meira um Clifton bæjarhlutann á þessum vef > Discover Clifton.

Avon Gorge hotel

Við Hanna Ingibjörg blaðakona og Svana Friðriks almannatengill kátar á svölum Avon Gorge Hótelsins.

Avon Gorge Hotel terrace

bruin

Þessa mynd tók ég af svölunum en Clifton Suspension Bridge er heimsþekkt meðal verkfræðinga og annara sem hafa brennandi áhuga á góðri brúarsmíð.

loftbelgur

Svo kom allt í einu þessi fíni loftbelgur og heilsaði upp á okkur en borgin er einmitt þekkt fyrir árlega loftbelgjahátíð, Bristol International Balloon Fiesta, sem verður næst haldin 11-14 ágúst.

Ertu 15 eða 55 ára? Bristol er fyrir alla

wowbollakakaÍ mínum huga er borgin frábær áfangastaður fyrir fólk á öllum aldri; hópa, pör og hele familien. Það er sama hversu gamall eða gömul þú ert, það er örugglega eitthvað skemmtilegt fyrir þig í Bristol. Pottþétt!

Hvort sem þig langar að djamma og dansa af þér skóna við house tónlist, hjóla um borgina og svo út í sveit, fara á tónleika, kaupa antik, kaupa föt í Primark, kíkja á markað, skoða gömul og glæst skip, ganga yfir eina frægustu brú í Evrópu, prófa að svífa um í loftbelg, skoða dýragarð, fara fínt út að borða eða bara vappa um í kósý, skoða þig um og detta inn á pöbbana í einn og einn kaldan… Þetta er allt í boði.

Ef þú vilt gista á hóteli þá mæli ég með t.d. á Mercure Bristol Holland House and Spa. Einstaklega snyrtilegt og fínt með góðum morgunmat. Eða The Bristol  sem stendur beint við bakka Avon og er mjög miðsvæðis með frábærum fyrsta flokks veitingastað. Svo máttu til með að fara í kvöldverð á The Glassboat og panta kjúkling eða grænmetiskrókettur. Mjög ljúffengur matur og óvenjulegt umhverfi.

Flogið þrisvar í viku ✈️

Það er flogið beint til Bristol þrisvar í hverri viku allt árið en lægsta verð er frá 9.999 aðra leið. Fyrir utan það er ALLT talsvert ódýrara í Bristol en í t.d. London en samt enginn munur á því sem er í boði. OG þú sparar þér þann gríðarlega tíma OG ferðakostnað sem fylgir því að flækjast um í London. Lestu meira hér á Visit Bristol og hér má sjá skemmtilegar borgarmyndir á Instagram.

Næst ætla ég svo að skrifa um nágrannaborgina Bath en hún heillaði mig alveg upp úr skónum líka. Meira svona ást við fyrstu sýn… þangað til næst 💜 kíktu á fleiri myndir.

🇬🇧 God Bless the Queen 👑