happy_child_by_unusualdream-d3izie0

Það er gaman og gagnlegt að kynna sér stjörnuspekina, eina elstu fræðigrein heims sem er yfir 5 þúsund ára gömul.

Fagið vakti athygli mína snemma á lífsleiðinni en ég byrjaði að kafa ofan í stjörnuspekibækur upp úr 10 ára aldri. Stjörnuspekina þarf að kynna sér almennilega til að geta skilið hana og nýtt sér. Til að fá sem mest út úr henni er ekki nóg að lesa sér til um og einblína á sólarmerkið sitt, það merki sem að sólin var í þegar þú fæddist. Ég er t.d. með sól í fiski (fædd 5. mars) en er rísandi bogmaður – algjörlega ólík merki með frumefnin vatn og eld.

Ég hef áður fjallað um öll merki dýrahringsins hér á Pjattinu en nú langar mig að skrifa sérstaklega og deila upplýsingum um börnin í hverju merki. Byrjum á krabbanum (21. júní – 22. júlí).

Lykilorð fyrir krabbann, fjórða merki dýrahringsins eru:

  • Næmni og viðkvæmni
  • Heimilli og fjölskyldulíf
  • Þægindi og öryggi
  • Gestrisni og næring
  • Ríkidæmi og manngæska
  • Draumar og fjarhrif
  • Fjölskylda og hefðir

Barn með sól í krabba

Börn í krabbamerkinu hafa frjótt ímyndunarafl og það gerir þeim kleift að dunda sér ein tímunum saman, en það hefur þann ókost að stundum sjá þau skrímsli undir rúmum eða fataskápum.

Þau eru sjaldan óhlýðin vegna þess að þeim finnst óþægilegt að koma foreldrum sínum í uppnám. Það er auðvelt að aga þau svo lengi sem þau fá mikla athygli og hlýju.

Foreldrar ættu að deila tilfinningum sínum með litla krabbanum og vera óþreytandi við að hughreysta þau þegar þau eru hrædd, sem er sennilega oft.

Bæði strákar og stelpur í krabbanum hafa gaman af íþróttum af öllu tagi.

Hið dæmigerða barn í krabbamerkinu er mislynt, elskar mat og þá sérstaklega sætindi, er heillað af litum og myndum, þarf að láta faðma sig og hvetja, dregur sig stundum í hlé, eignast ósýnilega vini, notar tár til þess að fá það sem það vill, finnst gaman að sanka að sér hlutum og hefur frábært minni.

(Heimild: Need to know? Zodiac Types. e. Jamie Stokes)

Lestu einnig: KRABBINN: Lokaður og misskilinn en besti vinur í heimi,

Krabbinn – Hjartahlýi heimilislæknirinn og

STJÖRNUSPEKI: Barn í ljónsmerkinu stelur senunni og talar endalaust