Barn í tvíburamerkinu

Barn í tvíburamerkinu: Ó, þú yndislega skemmtilegi litli tvíburi (21. maí – 20. júní). Þú lærðir að tala næstum áður en þú lærðir að skríða. Hversu magnað og sætt er það ??

– …  jú, sætt þangað til þú næstum drekktir mér í stórskotahríð af spurningum (sem virtist vera helsti tjáningarmáti þinn).

Barn í tvíburamerkinuVill vita allt

Sem barn í tvíburamerkinu vilt þú vita ALLT og ef ég get ekki svarað þér þá finnurðu leið að svarinu sjálf/ur og setur líklegast allt á annan endann.

Hugur þinn er síleitandi, spurningar ósvaraðar fara alveg með þig en óþolinmæði þín er það sem hamlar þér oft á tíðum.

Það þýðir til dæmis ekkert fyrir mig að setjast niður með þér til að útskýra eitthvað vegna þess að þú ert alltaf kominn langt langt á undan efninu sem rætt er um. Þessi þekkingarþorsti er sennilega undirstaða þess hve snemma þú lærðir að lesa.

Í könnunarleiðöngrum þínum getur stundum skapast ringulreið, oftar en ekki áttu það til að þvælast fyrir fótum þér eldri manna. Í hamaganginum tekst þér líka gjarnan að týna hlutum (og nú kinkar mamma þín kolli).

Norma Jeane Baker fæddist 1. júní og var því tvíburi.
Norma Jeane Baker, einnig þekkt sem Marilyn Monroe, fæddist 1. júní og var því tvíburi.

Vinsældir

Þú ert vinsæll vegna þess að þú ert virkilega mannblendinn. Þú átt marga vini og veist líklegast allt um þá. Þú hefur líka ótrúlega mikla orku og ert frábær eftirherma. Það hversu vel gefið barn þú ert; bráðþroska, málglatt og áhugasamt um umhverfi þitt gerir þér kleift að eiga auðvelt með að umgangast aðra.

Að lokum

Barnæskan er áhugavert viðfangsefni. Ég hugsa að við breytumst ekki mikið í grunninn frá því við erum börn. Stjörnuspekin er tæki sem hver og einn getur notað til að læra á sjálfan sig og aðra, ein elsta fræðigrein heims eða yfir fimm þúsund ára gömul.

Til að nýta sér þessi vísindi þarf að kynna sér þau.

Ekki einblína bara á sitt sólarmerki, það merki sem að sólin var í þegar þú fæddist. Ég er t.d. með sól í fiski (fædd 5. mars) en er rísandi bogmaður – þetta eru gjörólík merki, vatn og eldur.

LESTU EINNIG

TVÍBURINN: Forvitinn stuðbolti sem kann ekki að hvíla sig

Tvíburinn – Læknirinn sem hrífur fólk með sér

tvíburar