Prótein er nauðsynlegt líkamanum fyrir uppbyggingu vöðva. Það er þessvegna sem vaxtarræktarfólk fær sér próteindrykk eftir æfingu.

Reyndu að láta svolítið prótein fylgja hverri máltíð – til dæmis magurt kjúklingaálegg, eggjahvítur eða túnfisk.

Einnig er gott að láta prótein út í smoothie, til dæmis hemp-prótein sem inniheldur fáar hitaeiningar og er með hollasta próteini sem þú færð.

Skelltu í þig einum góðum smoothie í morgunmat eða strax eftir hreyfingu. Til dæmis þessummmmmmm*

  • 1. glas safi frá Berry Company -t.d. Goji ber eða berjablanda.
  • 1/2 banani
  • 1. msk Hemp-prótein
  • 1. Dós kókosjógúrt frá BíóBú
  • 1. Lúka frosin berjablanda

Skelltu öllu í blender á fulla ferð og helltu svo í fallegt glas á eftir. Frábær morgunmatur og æðislega gott millimál!