camm cammHin hæfileikaríka og lífsglaða Cameron Diaz býr í glæsilegri og heimilislegri íbúð í West Village, Manhattan.

Leikkonan vildi gera íbúðina upp og fékk Kelly Wearstler, innanhúshönnuð með meiru, með sér í lið.

Kelly þykir einstaklega fær á sínu sviði og er mjög vinsæl Vestanhafs um þessar mundir.

Meðfylgjandi myndir sýna íbúð Cameron Diaz eftir að Kelly tók hana í gegn.

w1000_h1000 (1)

Borðstofan. Kelly paraði saman sterkbyggðu koparborði og armstólum. Speglaveggur veitir rýminu aukna vídd.

w1000_h1000 (2)

Eldhúsið. Óslípaður kopar þekur eldhúsvegginn sem og borðplötuna á innréttingunni. Dökklitaður viður á gólfi og retró loftljós.

6e1af1d4e025df5e44ef582090c48259

Gengið úr borðstofu inn í eldhús. Takið eftir hvað flæði og samspil lita er flott. Grænn, svarblár og gulur.

w1000_h1000 (4)

Fallegt og dramatískt baðherbergi. Glerflísar á veggjum.

w1000_h1000

Stofan. Hér setti Kelly mikið af persónuleika Cameron í rýmið. Heimilislegt og ljúft umhverfi.

w1000_h1000 (3)

Svefnherbergið. Retro mohair stóll út í horni. Hvít og grá silkilök á rúmi og svört húsgöng til að skapa lúxus umhverfi.

 

Þitt álit á New York íbúðinni?

View Results

Loading ... Loading ...