avocado

Avocado, eða lárpera, er sannarlega mikið í tísku hjá heilsusinnuðum um þessar mundir enda hreint dásamleg afurð.

Áferðin er rjómakennd og bragðið ljúffengt, svo er lárperan líka stútfull af vítamínum og steinefnum. Það er margt sem við megum elska við lárperur en er hægt að borða of mikið af henni?

Jú, það borgar sig að fara ekki of geyst í avocado átinu, sérstaklega ef þú vilt halda kjörþyngd eða létta þig. Eitt epli eða einn banani telst einn skammtur af ávöxtum. Einn skammtur af lárperu eru hinsvegar bara 2-3 sneiðar af því lárperan hefur svo hátt hlutfall af fitu.

Það eru vissulega fjölómettaðar fitusýrur en þó að góð fita sé góð þá er hún samt sem áður fita og þar af leiðandi rík af hitaeiningum.

Ef þú neytir fæðu sem miðar við 2000 hitaeiningar á dag þá er reiknað með að um 65 grömm eigi að vera fita. Meðal stór lárpera er um 23 grömm af fitu, sem telur þriðjung þess sem þú þarft að neyta af fitu yfir heilan dag – OG um 250 hitaeiningar. Sem samanburð má nefna að epli er rétt undir 100 he og inniheldur enga fitu. Og svo telst eplið sem skammtur en aðeins 2-3 sneiðar af lárperu.

Það eiga samt allir að halda áfram að borða lárperur. Bara fara varlega í magnið. Til dæmis er flott að skipta smjöri út fyrir lárperu, eða nota lárperu í samlokuna í staðinn fyrir ost. Sirka hálf lárpera á dag er fínasti skammtur.

Borðar þú avocado daglega?