Screen Shot 2014-08-16 at 17.18.00

Að dæma hegðun, eða velja frekar að gagnrýna hegðun einhvers, getur haft gjörólíkar afleiðingar og breytt samskiptamynstri þínu !

Hrósaðu fyrst og gefðu svo skýringu...
Hrósaðu fyrst og gefðu svo skýringu…

Þegar okkur mislíkar eitthvað (óæskileg hegðun) í fari annara upplifum við oft þörf til þess að tjá okkur við viðkomandi um það sem liggur okkur á hjarta.

HVERNIG við nálgumst vandamálið getur haft gjörólíkar afleiðingar. Annars vegar getur allt farið í HÁALOFT og hinsvegar getur ástandið fallið í DÚNALOGN.

Engum finnst gaman að vera sá sem verið er að finna að og fyrstu viðbrögð eru VÖRN vegna þess að það er verið að segja okkur að við séum að gera eitthvað rangt eða eitthvað sé AÐ okkur.  En það er hægt að komast hjá því að setja viðkomandi í vörn.

Með því að vanda nálgun þína og orðaval getur þú haft stjórn á því hver útkoman verður.

Slepptu gagnrýninni og einbeittu þér að skýringunni !

Þannig að þegar viðkomandi er að gera eitthvað sem þér líkar ekki þá skaltu EKKI segja:

“Það á ekki að gera þetta svona…„

Reyndu frekar að útskýra þetta þannig að þú byrjar á að hrósa: Vá hvað þetta er æðislegt hjá þér, ef þú prófar að gera þetta svona getur þú verið miklu fljótari…

Með því að útskýra æskilegri hegðun gengur þér betur að fá viðkomandi til að breyta hegðun til hins betra.

Þetta sama gildir um hvaða tilfelli sem er í okkar daglega lífi þegar við viljum að hegðun annara breytist til hins betra. Það fellur miklu betur í okkur öll að fá skýringu á því sem er best að gera í stað þess að vera sagt að gera eitthvað eða að við hefðum átt að gera eitthvað.

Hvaða kona glímir ekki við það vandamál að sokkar makans eru út um allt ? Prófaðu þetta á hann með því að segja “Elsku hnoðrinn minn, ég myndi elska það sjá sokkana þína á einum stað óhreina tauinu svo ég þurfi ekki að vera allta af tuða í þér„ (setja upp glott í kjölfarið) og hætta að brjálast yfir því. “Af hverju getur þú ekki bara gert þetta eða hitt…„ sem setur hann í vörn.

EN ég veit…ég veit…þetta er EILÍFÐARVERKEFNI 🙂 

Það er mikilvægt að gagnrýna án þess að gera lítið úr viðkomandi eða dæma hann/hana sem persónu. Gefðu skýringu á því hvaða hegðun væri æskileg og biddu viðkomandi að meta afleiðinguna af hegðun sinni hverju sinni.

Sífellt tuð, aðfinnslur og ásökun getur verið skemmandi hvort sem um er að ræða í sambandi eða í uppeldi og í raun kemur það niður á öllum okkar félagssamskiptum.

Við erum öll félagsverur og HVERNIG við orðum hlutina hefur mikil áhrif á okkar daglega líf.

Vendu þig á meðvitund þegar þú hefur þörf á því að tjá þig um eitthvað. Íhugaðu fyrst hvort það sé þess virði að eyða orku og tíma í málið, tileinkaðu þér svo þá æskilegu nálgun að útskýra í stað þess að ætlast til!

Gangi þér vel!