935x704xmmworkout4.jpg.pagespeed.ic.5oQvP9Heyy

Það er ekki ókeypis að vera í fínu formi og meira að segja bomban hún Marilyn Monroe æfði á hverjum degi.

Ekki nóg með það, hún passaði líka upp á mataræðið með nokkuð framandi hætti sem í dag má hæglega kenna við LKL mataræðið.

“Á hverjum degi sýð ég smá mjólk í potti og bæti svo út í tveimur eggjum og píska saman við mjólkina. Þetta drekk ég svo á meðan ég er að klæða mig. Svo tek ég líka vítamíntöflur. Ég efast um að það væri hægt að mæla með betri morgunverði fyrir vinnandi stelpu sem er alltaf að flýta sér,” segir Marilyn í viðtali við sem var tekið við hana fyrir mörgum árum og hafði yfirskriftina How to stay in shape, eða Hvernig á að halda sér í formi.

1000x769xpageantmag1.jpg.pagespeed.ic.vIFEgZ3ue4

 

Í viðtalinu talar hún um það sem við höfum svo margar upplifað, að hafa ekkert þurft að spá í mataræðinu fyrr en allt í einu.

“Ég hafði yfirleitt meiri áhyggur af því að fá ekki nóg að borða. Núna þarf ég að passa mig að borða ekki of mikið. Og ég var ekkert að spá í æfingar en núna nota ég að minnsta kosti 10 mínútur á hverjum morgni þegar ég er búin að tannbursta mig í að gera æfingar með léttum lóðum. Þetta eru æfingar sem ég þróaði sjálf fyrir þá vöðva sem ég vil hafa stinna,” segir hún.

1000x768xpageantmag4.jpg.pagespeed.ic.XagDV6GijG

Fyrir utan það að borða mjög sérstakan morgunmat var Monroe líka á LKL fæði eða lítið af kolvetnum og mikið prótein. Hún borðaði aðallega kjöt og gulrætur í kvöldmat. Eldaði kjötið í ofni sem hún hafði inni á hótelherbergi.

“Svo borða ég yfirleitt fjórar eða fimm hráar gulrætur með kjötinu. Ég hlýt að vera kanína að hluta vegna þess að ég fæ aldrei leið á hráum gulrótum,” segir hún og bætir svo við að það sé eflaust af hinu góða hvað hún borðar einfalt yfir daginn því á kvöldin sé hún komin með dellu fyrir því að kaupa sér ís eftir leiklistartíma.

“Ég er viss um að ég gæti ekki leyft mér þetta ef restin af mataræði mínu væri ekki aðallega samansettur af hreinni próteinfæðu.”

1000x775xpageantmag2.jpg.pagespeed.ic.Xz7hZNyfds

Hún var alltaf svo mikið á undan sínum samtíma þessi kona. Það er sko óhætt að segja það. Þó þetta sé kannski ekkert ofboðslega hollt þá er þetta alveg í takt við það sem er verið að kenna í dag með því að sleppa mjölva og borða frekar nóg af próteini.

Hér eru svo myndir af dömunni gera æfingarnar sínar sem eru aðallega byggðar á því að hafa axlirnar og handleggina fallega. Ekkert bingó fyrir Monroe takk. Lokað í Vinabæ. Svo æfði hún á bikiníhaldara og gallabuxum. Ætli augun í mörgum myndu ekki standa á stiklum ef Pjattrófur mættu þannig í ræktina!

900x733xmmworkout1.jpg.pagespeed.ic.kQrcsZ5VSk


900x691xmmworkoutbikini.jpg.pagespeed.ic.R-YX6yyIRv

700x719xmmworkout3.jpg.pagespeed.ic.VsIFyDCdd9

700x1093xmmworkout6.jpg.pagespeed.ic.M56DrWq2xo

676x704xmmworkout5.jpg.pagespeed.ic.yhnvfEITYU