Screen Shot 2013-07-28 at 15.53.31

Einkaþjálfarinn Andrew Dixon vaknaði einn daginn og leið eins og hann væri svolítið feitari en vanalega eða “bloated” eins og það heitir á enskunni.

Hann bað konuna sína um að taka af sér svona “fyrir” mynd en þarna er hann rétt rúmlega 83 kíló og með 16% fitu. Svo stökk hann inn á baðherbergi, rakaði af sér líkams og höfuð hár, gerði nokkrar armbeygjur og kviðæfingar, stillti ljósin í svefnherberginu upp á nýtt og konan smellti af. Útkomuna má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

“Þannig að þið getið gleymt öllu þessu rugli um að detta í fullkomið form á örfáum vikum,” segir hann. “Einbeitið ykkur að því að finna jafnvægi í lífinu, passa að verða ekki of stressuð, sofa vel á nóttunni og hreyfa ykkur nóg.”

Síðar gerði hann aðra svona seríu. Á þessum myndum er hann ögn þyngri og með meiri vöðvamassa en útkoman er svipuð. Látum ekki kjánalegar auglýsingar plata okkur. Lifum lífinu í jafnvægi.

Screen Shot 2013-07-28 at 15.53.19

Þú getur smellt á myndina til að stækka.

Screen Shot 2013-07-28 at 15.53.09