Oftar en ekki einbeitum við okkur að því neikvæða í lífinu í stað þess að horfa á það jákvæða.

…en með því að beina sjónum þínum að því sem er jákvætt í lífi þínu geturðu orðið hamingjusamari án þess að breyta einu eða neinu.

Svona ferðu að:

Náðu þér í blað og penna (eða símann þinn) og skrifaðu niður allt sem gengur vel hjá þér. Þetta getur verið heilsan, vinnan, vinirnir, fjölskyldan og svo framvegis.

Hafðu listann alltaf við hendina og vertu viss um að lesa hann þrisvar sinnum eða oftar á dag. Einu sinni þegar þú vaknar, áður en þú ferð að sofa og einu sinni í millitíðinni.

Þetta mun umsvifalaust gera þig hamingjusamari því þetta minnir þig á það sem þú átt, ekki það það sem þig skortir.

Ef þú hugsar út í það þá er óhamingjusama fólkið að gera það sama, nema þau eru að einbeita sér að því neikvæða. Með sömu aðferð og hér fyrir ofan eru hugsanir þeirra líklegast frekar eitthvað á borð við…

-Af hverju er ég ekki vel vaxin
-Af hverju er ég ekki með hærri laun
-Af hverju er hann/hún ekki að fíla mig

Byrjaðu á því að skoða listann þinn nokkrum sinnum á dag og hægt og rólega muntu þjálfa hugann í að sjá það jákvæða.

Þetta mun gera þig hamingjusamari og það mun hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á þig og fólkið sem skiptir þig máli í lífinu.