En hvað er Shabby Chic? Þegar gömlum uppgerðum húsgögnum, blúndum, kertum og blómum er blandað saman kemur þessi fallega útkoma, Shabby Chic.

Útlitið minnir á rómantískan franskan stíl þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Hlutum er raðað saman á fallegan hátt og blómin skipa stórt hlutverk. Eins eru húsgögnin gerð upp þannig að þau haldi enn smá “vintage” útliti.

Tók saman nokkrar myndir sem sýna þennan stíl einkar vel, eins ef þú hefur áhuga eru nokkrar vinsælar síður á facebook. Til dæmis Shabby Chic Mania, Shabby in love og Shabby Chic þessar þrjár síður eru mjög virkar í að miðla fallegum myndum til okkar sem erum aðdáendur Shabby.

Njótið myndanna!