Söngkonan Jennifer Lopez hefur sjaldan eða aldrei litið jafn vel út og hún gerir núna og það er hörkuæfingum og hollu mataræði að þakka.

Jennifer æfir kl fjögur á morgnana, já kl fjögur- sex daga vikunnar! Æfingarnar hennar samanstanda af Pilates æfingum og dansi en J-Lo æfir að sögn eins og brjálæðingur og tekur vel á því.

Þessi stórstjarna hefur æft undir leiðsögn stjörnuþjálfarans Gunnar Peterson en nýlega fór hún að stunda æfingar eftir Tracy Anderson.

Mataræði Jennifer samanstendur af háu próteininihaldi og nefnist “The Dukan Diet” en Kate Middleton Hertogaynja kom því mataræði á kortið, það er hægt að lesa nánar um það hér.

Að sjálfsögðu er Jennifer með aðstoðarkonu/mann sér við hlið sem sér um það að hún fái máltíðirnar sínar á réttum tíma og þannig nær hún að viðhalda svengdartilfinningunni í skefjum og blóðsykrinum í jafnvægi.

Af hverju erum við ekki allar með svona aðstoðarmann?