Ég rakst á þessar æðislegu myndir af sumarhúsi sem er í eigu hönnuðarins Jonathan Adler og eiginmanns hans…

Sumarhúsið, sem er algjör draumur, er staðsett á eyju nálægt New York en þangað fara þeir til að slaka á. Húsið máluðu þeir svart sem kemur mjög vel út að mínu mati þó að nágrannar þeirra hafi ekki verið sáttir í fyrstu. Inni í húsinu er guli liturinn svo allsráðandi í bland við aðra fallega liti.

Þetta kalla ég fallegt sumarhús! Myndirnar tala sínu máli…

Myndirnar eru fengnar að láni HÉÐAN.