Nýjasta mynd Judd Apatows, The Five-Year Engagement, kom í kvikmyndahús hér á landi þann 11. maí síðastliðin. Handrit myndarinnar er skrifað af Jason Segel og er þetta fjórða myndin sem hann tekur þátt í að skrifa og hafa þær allar slegið í gegn.

Myndin fjallar um parið Tom og Violet sem trúlofa sig eftir eins árs samband en vegna margra óviðbúinna atburða dregst trúlofunin nokkuð mikið lengur heldur en áætlað var í fyrstu.

Myndin er fyndin og skemmtileg og uppfyllir væntingar. Jason Segel er alltaf yndislegur og hann og Emily Blunt eru skemmtilegt par auk þess sem aukaleikararnir eru af betri endanum.

Það ættu allir að geta skemmt sér yfir The Five-Year Engagement!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=kuDpU1vzekE[/youtube]