Við Pjattrófur gerðum okkur nýverið ferð í Bláa Lónið, meðal annars til að spjalla við hann Óskar sem gerði garðinn frægan hjá blaðakonu Cosmopolitan.

Blaðakonan kom hingað til lands og upplifði dekur í lóninu sem að okkar mati er engu líkt. Og eftir dekrið fór hún þvílíkum orðum um nuddarann að nánast mætti halda að hér væri um annað náttúruundur að ræða. Lestu það HÉR.

Guðný pjattrófa slakaði einnig vel á í nuddi hjá Óskari en eins og sjá má á þessu myndskeiði liggur fólk á fljótandi dýnum meðan það er nuddað.

Einstök upplifun sem á engann sinn líka og enga hliðstæðu í heiminum og Reykjanesbúar og aðstandendur Bláa Lónsins mega vera stoltir af! 🙂

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=soS3eRd_Lz0[/youtube]