Postulínsdiskar voru mjög vinsælir hér á landi fyrir nokkrum árum sem veggjaskraut.

Hvert einasta heimili var með einn til tíu á stofuveggnum hjá sér (ef ekki fleiri). Ég man sérstaklega eftir diskum með myndum af Ísafirði, Húsavík og fleirum góðum stöðum. Allir voru þeir svipaðir útlits, bláir og hvítir.

Sagt er að tíska hlaupi í hringi og það er eflaust rétt því nú eru diskaplattar farnir að sjást í öllum helstu hönnunartímaritum og bloggum.

Ég setti saman nokkrar myndir af allskonar diskum, svo er bara spurning hvort þetta nái því að verða mjög vinsælt. Það verður gaman að fylgjast með því.