Leikkonan Chloë Sevigny hefur lengi þótt ein best klædda kona Hollywood en undanfarið hefur hún verið að hanna fyrir Opening Ceremony…

…Hér fyrir neðan er myndband þar sem teymi Opening Ceremony kíkir í heimsók til Chloë og skoðar fataskápinn hennar. Þar leynist ýmislegt en hún segist geyma allt til dæmis öll borskort og bréf sem hún hefur nokkurtíman fengið. Chloë heldur því fram að þrátt fyrir allt það magn af dóti sem hún á þá sé nú samt skipulag á því. Það sem kom mér á óvart við þetta myndband er að Chloë segist elska bleikan lit en ég hef nú ekki oft séð hana í bleiku. Svefnherbergi hennar er reyndar í þessum stelpulega lit!

Kíktu á myndbandið fyrir neðan til að sjá hana meðal annars segja frá upplifun sinni þegar hún gekk í Miu Miu sýningu ásamt Kate Moss.

[vimeo]http://vimeo.com/33040182[/vimeo]