Gunnhildur tók saman nokkur atriði HÉR um daginn sem mættu alveg missa sín, þetta voru hlutir eins og skófluneglur, of mikið brúnkukrem og flagnað naglalakk.

Úff, þar er ég alveg sammála en ég varð að taka saman nokkur atriði til viðbótar sem ættu helst að vera ólögleg…

…Auðvitað er fólk með misjafnan smekk en….kommon!

Náttbuxur og inniskór á almannafæri: Þetta sér maður á víð og dreif ef maður fer til dæmis seint um kvöld út í búð en líka stundum um hábjartan dag í Kringlunni. Er of mikið vesen að klæða sig á morgnanna? Það hlýtur að vera ástæðan því þetta er klárlega ekki smart! Og já…náttbuxur og Ugg stígvél, getur einhver útskírt það combo?

Leggings sem buxur: Okei, nei! Það á ekki að nota leggings í staðin fyrir buxur… leggings eru bara sokkabuxur án sokks! Þetta er náttúrulega bara ávísun á ‘cameltoe’ og maður vill heldur ekki sjá móta fyrir öllu þarna afturí hvort sem rassinn er fínn eða bara alls ekki svo fínn. Og verst er ef legging-buxurnar er svo þröngar og teygjast svo mikið að þær eru orðnar gegnsæjar. Appelsínuhúð, nærbuxur og cameltoe, allt til sýnis. Ekki pent.

Skór með ónýtum hæl: Mér finnst alltaf jafn steikt þegar stelpur/konur halda áfram að ganga í pinnahælunum sínum eftir að hællinn er dottinn af þannig að það glamrar í öllu þegar járnpinninn skellur í gólfið. Það er svo lítið mál að skella nýjum á aftur… það getur bara ekki verið þægiegt að brussast um á völtum skóm?

Of þröngir brjóstarhaldarar sem mynda óþarfa fellingar: Til hvers? Óþægilegt og hrikalega ósmart. Það er svo lítið mál að finna réttu stærðina sem fer þér vel og bætir þá líkamstöðuna.

Sýnilegur g-strengur: Enginn vill sjá g-stenginn þinn (nema kannski kæróinn þinn við kertaljós og með Marvin Gaye á fóninum) þannig að g-strengur upp úr buxum eða g-strengur sem skín í gegnum leggingsbuxur er ekki að gera neitt gott fyrir neinn.

Of mikið málaðar og dökkar gervi-augabrúnir; Svartur túss á augabrúnirnar sem framkallar aaallt of skarpa og dökka línu er klárt ‘no-go’…þetta fer bara engum vel…nema kannski HONUM.

Fitugt hár: Why? Já það hefur komið fyrir alla að vera á hlaupum og fatta svo að hárið er ekki upp á sitt besta en þá er snilld að hafa þurrsjampó í töskunni, eitt spray og ‘voila’…þá ertu ekki með auglýsingu á hausnum að þú hafir ekki haft tíma fyrir hárþvott um morguninn.

Of hvítur hyljari: Hvað er málið með þetta trend sem ég held að Kardashian systurnar hafi komið með? Þær eru reyndar oftast fínar en það vottar fyrir þessu hjá þeim. Dökk húð og hvítasti hyljarinn í heimi er bara eitthvað svo ‘off’.

Okei ég gæti haldið áfram í allan dag en ætla að slaka á núna. Þetta er minn ‘no-go’ listi sem gæti verið 20 atriðum lengri.