Mjög margir halda að besta leiðin til að losna við bumbuna sé að gera ótal kviðæfingar á hverjum degi.

Þetta er ekki rétt. Sérfræðingar leggja til að fólk geri heldur æfingar sem taka á stærstu vöðvahópunum. Með þessu brennir maður fleiri hitaeiningum þar sem kviðvöðvarnir eru hlutfallslega lítill og einangraður vöðvahópur miðað við restina af líkamanum. Fótleggir, bakið, bringan og axlirnar eru hluti af stærra samhengi vöðva og með því að þjálfa þessa líkamshluta er verið að brenna mikið fleiri hitaeiningum en þegar þú hamast við kviðæfingar.

Í stað þess að gera kviðæfingar út í eitt skaltu prófa að standa í fæturna og gera æfingar sem reyna á stærri vöðvahópa. Til dæmis hnébeygjur og réttur með lóðum yfir axlir, eða planka og armbeygjur.

Haltu þig við efnið og fljótlega brennur bumban burt…