Það er múffufjör á heimilinu þessa dagana og renna sítrónu-myntumúffurnar vel niður með kaffibollanum og kaldri mjólk.

Til gamans birti ég hér nokkrar hugmyndir að skreytingum á múffur en í páskafríinu er tilvalið að dunda við múffugerð með krökkunum, þeim finnst fátt skemmtilegra. Þetta eru einfaldar skreytingar við allra hæfi og um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Góða skemmtun.

Myndin er úr matreiðslubókinni minni Eldað af lífi og sál.