Sylvía Sigurðardóttir
Sylvía Sigurðardóttir er týpískur tvíburi - félagslynd, pælari, málgefin, fjölhæf, forvitin og vill fjölbreytni í lífinu. Hún býr á Spáni ásamt kærasta og tveggja ára syni þeirra og þau njóta sólarinnar í botn. Ásamt því að vera í sólbaði og sötra Sangríu stundar hún fjarnám við Háskólann á Hólum í Ferðamálafræði. Hún elskar útivist, náttúruna, áskoranir og er mikill matgæðingur. Það sem skiptir hana helst máli er að lifa lífinu lifandi, vera góð við fólkið sitt og njóta hvers dags!