Anna Kristín
Anna Kristín Halldórsdóttir er uppeldis -og menntunarfræðingur, náms- og starfsráðgjafi og margmiðlunarhönnuður. Með áhuga á ljósmyndum, tölvum og bókum. Hún elskar Kína og kínverska menningu, gengur marga km á dag og er að búa sig undir hjólasumarið mikla. Hún býr í Hafnarfirði með eiginmanni, dóttur sem fædd er í Kína og hundi sem vaknar fyrir klukkan sex alla morgna. Anna er steingeit en les alltaf vatnsberann líka, bara til að eiga val.