Nýfallinn snjór um borg og bæi, jólin á næsta leiti – Er þá ekki tilvalið að skella í eina smákökusort?

Þessar smákökur eru himneskar. Svo mjúkar og góðar… alls ekki of sætar, ekki er það nú verra.

Innihald

1 ¼ dl olía
2 ½ dl agavesýróp
1 egg
½ tsk vanilluduft
1 ½ dl kókosmjöl
2 ½ dl haframjöl
2 ½ dl spelt (t.d.fínt og gróft til helminga)
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
1 msk vatn
100g 70% súkkulaði

Aðferð

Hitið ofninn í 220°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Hrærið öllu saman. Setið deigið á bökunarplötu með teskeið.

Bakið í 6-10 mín.

Ótrúlega auðvelt að gera þessar elskur og þær kæta unga sem aldna. Fyrir utan það að ilmurinn kemur eins og himnasending í húsið þitt!

Njótið í botn með kaffi eða kaldri mjólk!